Talið er að þrír sigkatlar hafi myndast suðaustur af Bárðarbungu að því er vísindamenn sáu í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í dag. „Það þarf dálítinn hita til að bræða svona mikið. En það sem okkur vantar á móti er að við sjáum ekki eldgosóróa á jarðskjálftamælunum. Það veldur okkur hugarangri,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, í samtali við mbl.is í kvöld.
↧