![Rauðglóandi hraun rennur úr eldstöðinni í Holuhrauni.]()
Um 250 jarðskjálftar hafa mælst á í og við norðanverðan Vatnajökul frá miðnætti, að sögn Martins Hensch, jarðskjálftafræðings á Veðurstofu Íslands. Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is sem eru staddir á gosstöðvunum segja gosið sjást vel og töluverðir gufustrókar komi frá því.