![]()
Að minnsta kosti 56 manns létu lífið í mótmælunum í Sýrlandi um helgina, helmingur þeirra voru óbreyttir borgarar. Evrópuríki hyggjast herða refsiaðgerðir gagnvart Sýrlendingum eftir að Rússar og Kínverjar höfnuðu tillögu um að aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda yrði fordæmt.