![Bandaríkin gerðu loftárásir með stuðningi Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.]()
Loftárásir Bandaríkjahers á liðsmenn Ríkis íslams í Sýrlandi héldu áfram í kvöld, en herþotur frá Sádi Arabíu og Sameinuðu arbísku furstadæmunum tóku einnig þátt í árásunum. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að m.a. hafi verið skotið á olíuvinnslustöðvar sem samtökin höfðu náð á sitt vald.