![]()
Ísland kemur afar illa út úr nýrri samanburðarrannsókn OECD á brottfalli úr skólum. Upp undir 30% Íslendinga á aldrinum 25-34 ára hættu í skóla áður en þeir luku stúdentsprófi og skipar Ísland sér þar í flokk með Grikklandi, Ítalíu, Mexíkó, Portúgal og Spáni.