![Skjáskot úr myndbandinu sem Boko Haram sendu fjölmiðlum.]()
Nígerísku hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa sent frá sér myndband þar sem þeir neita að hafa samþykkt vopnahlé. Í myndbandinu segir leiðtogi hópsins, Abubakar Shekau, einnig að skólastúlkunum 219, sem samtökin rændu í apríl, hafi verið snúið til íslamskrar trúar og þær giftar.