![Á morgun verða niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar birtar 69 þúsund heimilum á heimasíðu verkefnisins.]()
Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni er að meðaltali um 1,3 milljónir króna, að því er fram kemur í grein sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ritar í Morgunblaðið í dag. Í dag verða niðurstöður leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum kynntar.