![]()
Bíll valt í Geitagerði á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar í morgun. Töluverð ísing er á veginum, og rann bíllinn því til með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjórn á honum og hann valt. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur, og að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki fór mun betur en á horfðist.