$ 0 0 Eldur kom upp í grilli á veitingastaðnum Apótekinu við Austurstræti í nótt. Rýma þurfti veitingastaðinn og hótelið sem er fyrir ofan. Um 90 manns voru á hótelinu og fjölmargir á veitingastaðnum. Um klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins.