![Eflaust munu einhverjir nýta jólafríið og skella sér á skíði í dag.]()
Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið í dag frá kl. 11 til 16. „Það er fullt af nýjum snjó hjá okkur svo það er best að drífa sig í fjallið og nota hann,“ segir í tilkynningu. Um níuleytið var rúmlega fimm stiga frost, norðvestan 4 m/sek og léttskýjað.