![]()
Lögreglan á Selfossi var kölluð að heimili í bænum að kvöldi annars dags jóla en þar hafði karlmaður ráðist á sambýlskonu sína. Lögreglan segir að konan hafi hlotið minniháttar áverka. Manninum var vísað af heimilinu og hann úrskurðaður í nálgunarbann.