![Róbert Guðfinnsson á forsíðu nýjasta tölublaðs Frjálsrar verslunar.]()
Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins hjá Frjálsri verslun. Hann hefur fjárfest fyrir á fjórða milljarð í heimabyggð sinni á Siglufirði í líftækni og ferðaþjónustu, að mestu fyrir eigið fé sem hann hefur flutt til landsins og er afrakstur af erlendri starfsemi hans í sjávarútvegi og fiskeldi.