![]()
Stjórn Fjármálaeftirlitsins lauk fyrir stundu fundi sínum sem staðið hefur í allt kvöld um mál Gunnars Andersen, forstjóra FME. Stjórnin ákvað að verða við kröfu lögmanns Gunnars um lengri andmælafrest, og fær hann nú frest fram á fimmtudagskvöldið 23. febrúar.