![]()
Viðbrögð Svía við nafni litlu prinsessunnar sem fæddist í gær eru afar misjöfn. Estelle er ekki vanalegt drottningarnafn í Svíþjóð. Sumir fagna nýbreytninni sem skemmtilegri en öðrum finnst nafnið algjörlega óviðunandi og hæfa betur næturklúbbadrottningu eins og einn royalistinn komst að orði.