![Mikill eldur kom frá skemmunni og gríðarlega reyk leggur yfir nærliggjandi hús.]()
„Þetta hlýtur að hafa verið út frá rafmagni bara. Það er ekkert þarna inni sem á að geta kveikt í öðruvísi,“ segir Einar Elíasson, eigandi röraverksmiðjunnar Sets, í samtali við mbl.is en mikill eldur kom upp í stórri skemmu á vegum fyrirtækisins við Eyrarveg á Selfossi um eitt leytið í dag.