Átta börn, sem lifðu af rútuslysið í Sviss í fyrradag, komu til síns heima í Belgíu snemma í morgun. Þau komu frá Sviss með herflugvél og var fylgt til síns heima í lögreglufylgd. 28 létust í slysinu, þar af 22 börn. Þrjú börn liggja alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Sviss.
↧