![Menntaskólinn í Reykjavík.]()
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni á 23. aldursári tæpar níu milljónir króna í skaða-, miska- og þjáningabætur vegna alvarlegs slyss sem hann varð fyrir í gangaslag í Menntaskólanum í Reykjavík 21. apríl 2009. Varanleg örorka mannsins er metin 12% eftir slysið.