![Nýjar íslenskar kartöflur þykja herramannsmatur og bíða margir þess með óþreyju að þær fáist í matvöruverslunum.]()
„Við byrjum náttúrulega frekar smátt. Við erum bara með einhverja tugi kílóa fyrst. Við reynum bara að anna bændamarkaðinum til að byrja með,“ segir Ásdís Bjarnadóttir, bóndi á Auðsholti í Hrunamannahreppi. Fyrsta kartöfluuppskeran er komin í hús þar á bæ og mun hún fara á bændamarkaðinn á Flúðum bráðlega.