![Formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum er áhyggjufullur vegna fjölda nemenda og mikils álags á starfsfólki skólanna.]()
Formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum segir að skólunum berist þessa dagana beiðnir frá yfirvöldum menntamála um að taka við fleiri nemendum. Hann hefur áhyggjur af gæðum kennslunnar, því flestir skólar séu nú þegar yfirfullir. Ekki er útlit fyrir að kennurum fjölgi vegna þessa.