![Savanna tríóið í sjónvarpssal árið 1966. Troels Bendtseb (f.v.), Þórir Baldursson og Björn Björnsson]()
Í dag, 1. janúar 2013 eru liðin 50 ár síðan Savanna tríóið kom fyrst fram opinberlega með fullmótaða efnisskrá og skemmti gestum í Grillinu á Hótel Sögu, í Klúbbnum við Borgartún og í Þjóðleikhúskjallaranum. Einn úr tríóinu, Þórir Baldursson, hlaut í dag einnig riddarakross úr hendi forseta Íslands.