Fangar í öryggisfangelsinu Groenpunt í Suður-Afríku mótmæltu í dag gæðum máltíða í fangelsinu. Hófust mótmælin með því að þeir neituðu að taka við matarbökkum en réðust þessu næst á fangaverði og kveiktu í klefum sínum. Fjórir fangaverðir hlutu meiðsli en engar fréttir eru af meiðslum fanga.
↧