![Zinedine Zidane.]()
Franski knattspyrnusnillingurinn Zinedine Zidane, núverandi þjálfari Real Madrid, varð 45 ára gamall í dag og af því tilefni var hann til umfjöllunar í franska sjónvarpsþættinum Téléfoot þar sem ýmislegt athyglisvert kom fram. Myndir voru skoðaðar af ferli Zidanes sem var svo tekinn í tilfinningaþrungið viðtal þar sem nokkur fár féllu af hvarmi. „Myndirnar tala sínu máli. Þetta er mitt líf,“ sagði Zidane er tilfinningarnar yfirþyrmdu hann.