![Gríðarlegt magn var af síld í firðinum.]()
Um 7 þúsund tonn af dauðri síld hefur rekið upp í fjöru í Kolgrafafirði. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem verulegt magn af fiski hefur drepist í súrefnissnauðum sjónum. Líffræðingur segir mikla hættu á því að þetta muni endurtaka sig á næstunni.