![Stundum þarf lögreglan ekki að hafa mikið fyrir hlutunum.]()
Lögreglan á Borgarnesi lenti í því í gærmorgun að ungur maður sem hafði verið boðaður á lögreglustöðina til að gera upp gamlar syndir kom þangað akandi, þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að maðurinn var einnig undir áhrifum vímuefna.