![Skilaboðin sem berast Íslendingum í gegnum sms.]()
Svikahrappar virðast enn herja á íslenska farsímanotendur því mbl.is fékk í kvöld fregnir af nokkrum slíkum sem fengið hafa send smáskilaboð með tilboðum um „viðskiptatækifæri“ sem skilað gætu milljónum Bandaríkjadala. Lögregla hefur áður varað við slíkum sendingum.