![]()
Það er búin að vera ágætis jólaverslun, segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, en kaupmenn eru nú margir hverjir byrjaðir að huga að útsölum. Fyrstu útsölur Kringlunnar hefjast mánudaginn 2. janúar og í tilefni þess verða verslanir opnar lengur en ella eða til klukkan 21.