$ 0 0 Flugvél rann til í lendingu á flugvelli í borginni Osh í gamla sovétlýðveldinu Kírgistan í dag. Endaði vélin á hvolfi en svartaþoka og hálka var á flugbrautinni. Um borð voru 69 manns og sakaði þá ekki alvarlega, samkvæmt frétt Interfax.