Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir gleðiefni að hægt verði að loka Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg með tilkomu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Það hafi verið reist 1875 og sé barn síns tíma. Innanríkisráðherra tók skóflustungu að nýja fangelsinu í dag og talaði um tímamót í sögu fangelsismála.
↧