![Hugleikur Dagsson var settur í bann á Facebook vegna þessarar teikningar af tveimur nöktum spýtukörlum og annarrar af tveimur spýtukerlingum.]()
Hugleikur Dagsson var í gær lokaður frá samskiptavefnum Facebook vegna teikninga sem hann setti á vefinn af nöktum spýtukörlum og -kerlinum. Annarsvegar tveir naktir spýtukarlar og hinsvegar tvær naktar spýtukerlingar. Hugleikur segir að hann hafi gert þetta til stuðnings hjónaböndum samkynhneigðra.