![Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.]()
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur heimilað forstjóra að ganga til samninga við meðeigendur OR í Hrafnabjargavirkjun hf. með það að markmiði að þeir eignist hlut Orkuveitunnar og að hún gangi þar með alfarið út úr félaginu. Endanlegt samkomulag þar um verði lagt fyrir stjórn OR til samþykktar.