![Bygging Ryugyong hótelsins er komin nokkuð langt á leið, en um áratugaskeið stóð það hálfklárað.]()
Hætt hefur verið við öll áform svissnesku lúxushótelakeðjunnar Kempinski um að opna hið 105 hæða píramíðalagaða hótel Ryugyong í höfuðborg Norður-Kóreu seinna á þessu ári. Hótelið hefur hingað til verið þekkt fyrir að standa hálfklárað í yfir tvo áratugi, þar sem það gnæfir yfir höfuðborgina.