![Luis Suárez sækir að marki Síle í umræddum leik.]()
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að rannsaka atvikið í leik Úrúgvæ og Síle í undankeppni HM í lok mars þegar Luis Suárez, sóknarmaður Úrúgvæ og leikmaður Liverpool, sló Gonzalo Jara, leikmann Síle, í andlitið rétt áður en hornspyrna var framkvæmd.