Á morgun verður hátíðin List án Landamæra sett í 10. skipti en hún mun fara fram um allt land. Mbl leit við í Ráðhúsinu í dag þar sem verið er að setja upp myndlistarsýningu en hátíðin snýst sem fyrr um að leiða ólíkt fólk saman. Þátttakendur í ár eru um 800 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri.
↧