![Guðmundur Björgvinsson, landsliðmaður í hestaíþróttum, hefur verið dæmdur fyrir auðgunarbrot sem varðar stóðhestinn Byl frá Breiðholti, sem hann hafði í umboðssölu.]()
Guðmundur Friðrik Björgvinsson, landsliðsmaður í hestaíþróttum, var síðastliðinn föstudag dæmdur fyrir auðgunarbrot í Héraðsdómi Suðurlands, fyrir að hafa hlunnfarið eiganda hests sem knapinn tamdi og tók síðar að sér að selja í umboðssölu. Hann þarf að greiða 10,4 milljónir í skaðabætur.