![Verksmiðjan Norður & Co í Reykhólahöfn.]()
Ýmsar nýjungar verða framleiddar í nýju saltvinnsluhúsi sem risið er við Reykhólahöfn. Saltið er frumframleiðslan í verksmiðjunni, en ætlunin er að hefja fljótlega framleiðslu á fleiri vörum, þar á meðal svokallaðri garum-sósu sem gerð er úr salti og feitum fiski, gerjuðum með ákveðinni aðferð.