![]()
Karlmaður um fertugt braust í tvígang inn í Ráðherrabústaðinn í þessari viku, síðast í gærkvöldi. Þegar lögregla krafði hann um heimilisfang kom í ljós að hann hafði skráð lögheimili sitt í þjóðskrá í Ráðherrabústaðnum. Skráningin hefur síðan verið bakfærð að sögn forstjóra Þjóðskrár.