![Hlúð að manninum eftir sprenginguna.]()
Sprengja sprakk á flugafgreiðslustöð 3 á flugvellinum í Peking, höfuðborg Kína. Atvikið átti sér stað um klukkan 10.30 að íslenskum tíma. Myndir á kínversku smábloggsíðunni Weibo sýna dökkhærðan mann í hjólastól veifa hvítum pakka rétt fyrir sprenginguna.