![Húsavík. Heiðar Kristjánsson bæjarljósmyndari rabbar við ferðamenn á förnum vegi.]()
Fólk á Norðurlandi eystra er á einu máli um að líðandi sumar sé eitt það ljúfasta síðari árin. Alveg síðan í byrjun júní hefur verið bongóblíða á svæðinu. Fyrir vikið hafa útistörf gengið vel fyrir sig og Íslendingar á sumarferðalagi sækja mikið í sólina nyrðra.