![]()
Við spiluðum á köflum mjög vel. Vörnin var hörkugóð allan leikinn og markvarslan góð framan af, og við skoruðum mikið úr hröðum upphlaupum, sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik við mbl.is eftir sigurinn á Slóveníu í dag.