![Kópavogsbær greiddi upp 35 milljón evra lán frá Dexia bankanum í ágúst.]()
Í lok ágúst tilkynnti Kópavogur að búið væri að greiða upp 35 milljón evra lán frá Dexia bankanum. Þar með eru erlendar skuldir bæjarins orðnar óverulegar, en áður hafði verið samið um dreifingu á greiðslum af láninu frá mars til september. Erlendar afborganir á næsta ári stefna í að verða aðeins um 3 milljarðar.