![Kári Stefánsson.]()
Við erum heldur ekki að nota okkur bestu lyf sem eru á markaði. Við erum að mestu leyti að nota lyf sem eru komin af einkaleyfum, lyf sem eru einhvers staðar á milli 15 og 20 ára gömul. Við erum farin að reka læknisfræði sem er töluvert langt á eftir því sem gerist annars staðar, til dæmis í Skandinavíu,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í útvarpsþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.