![Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til leitar við Langadal í Þórsmörk og í Básum.]()
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar undir Eyjafjöllum, í Landeyjum og frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út fyrr í kvöld til leitar við Langadal í Þórsmörk og í Básum. Manneskja sem var þar stödd taldi sig hafa séð neyðarblysi skotið upp.