![Íbúar Delray vita hvað þeir vilja og það er meðal annars að geta keypt áfengi fyrir hádegi á sunnudögum.]()
Lögin í Delray Beach í Bandaríkjunum eru skýr; það er bannað að selja áfengi fyrir hádegi á sunnudögum. Ölþyrstir morgunhanar verða því að bíða þar til klukkan slær 12 eða fara með sín viðskipti annað. Borgaryfirvöld íhuga nú að aflétta banninu sem hefur verið í gildi í 20 ár.