![Lokað er yfir Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli um óákveðinn tíma.]()
Lokað er yfir Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli um óákveðinn tíma. Óveður er frá Vík og vestur fyrir Eyjafjöll og er vegurinn lokaður vegna þessa. Veðrið sunnanlands nær hámarki nú undir kvöld en tekur að draga úr vindi hægt og bítandi eftir kl. 22 til 23.