![Dagurinn í dag er blóðugasti dagurinn í marga mánuði í Kænugarði]()
Fréttir berast nú af því að Viktor Janúkóvitsj hafi haldið neyðarfund með Vitalij Klitsjkó, leiðtoga mótmælenda. Talið er að Janúkóvitsj muni tjá sig opinberlega um ástandið innan skamms. Um 18 manns eru nú látnir í bardögum í Kænugarði og hafa mótmæli nú sprottið upp víða um landið.