![Facebook hefur keypt samskiptaforritið WhatsApp á 19 milljarða dala.]()
Kaup samfélagsmiðilsins Facbook á samskiptaforritinu WhatsApp eru ein dýrustu fyrirtækjakaup í net- og tæknigeiranum í rúman áratug.
Eins og greint var frá í gær keypti Facebook forritið á 19 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 2.145 milljarða króna.