![Vladimír Pútín.]()
Barack Obama Bandaríkjaforseti átti samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrr í dag og ræddu þeir um ástandið í Úkraínu. Þetta staðfesta embættismenn í Hvíta húsinu. Í samtali þeirra sagðist Pútín vera í fullum rétti til að verja hagsmuni Rússlands í austurhluta Úkraínu og Krím.