![Ættingjar farþeganna í vélinni sem hvarf brustu margir hverjir í grát á flugvellinum í Peking í Kína.]()
Stjórnvöld í Malasíu hafa hafið hryðjuverkarannsókn á hvarfi flugvélar frá flugfélaginu Malaysia Airlines sem var á leið frá Malasíu til Kína. Um 239 manns frá fjórtán þjóðum voru um borð í vélinni en tveir farþegar sem höfðu stolin vegabréf í fórum sínum liggja undir grun.