![Café Retro.]()
Maður í annarlegu ástandi braust inn á kaffihúsið Café Retro, sem er staðsett úti á Granda í Reykjavík, um kl. 18 í dag. Maðurinn náðist þökk sé manni sem starfar í nágrenninu en eigandinn segir að það sæti furðu að menn skuli brjótast inn á veitingastað svo að segja um hábjartan dag.