![Flugvél á vegum indónesíska flughersins við leit að farþegaþotunni.]()
Ekkert hefur enn spurst til Boeing 777-200 farþegaflugvélar Malaysia Airlines sem hvarf sporlaust síðastliðinn laugardag þrátt fyrir umfangsmikla leit undanfarna daga. Nýjustu fregnir herma að hugsanlega hafi fundist brak úr vélinni en það hefur ekki verið staðfest.